Hindberjajógúrtís á sunnudagskvöldi

Ég átti afgang af basilíku-hunangs-skyrísnum sem ég bjó til á dögunum og langaði í einhvern annan og ólíkan ís með honum. Samt eitthvað frísklegt líka …

Ég fór og gáði að því hvað væri að finna í ísskáp og frysti. Jú, það voru til ýmsar tegundir af frosnum berjum og ávöxtum og ég valdi hindber. Ekkert skyr til núna en ein dós af jógúrt. Svo að ég ákvað að búa til hindberjajógúrtís.

Ég setti um 150 g af frosnum hindberjum í lítinn pott ásamt 2 msk af ljósu sírópi og velgdi þetta gætilega, bara þar til berin voru þiðnuð.

Tók hindberjapottinn af hitanum, maukaði berin með töfrasprota (það má líka hella þeim í blandara eða matvinnsluvél) og lét maukið kólna dálítið. Það má flýta verulega fyrir með því að láta pottinn standa í köldu vatni eða hella berjunum í skál og láta hana standa í vatni smástund.

Á meðan braut ég 2 egg í skál, setti 2 matskeiðar til viðbótar af ljósu sírópi út í (sírópsmatskeiðarnar eru ekki sléttfullar, heldur vel ríflega það). Það má alveg nota sykur í staðinn en mér þykir gott að nota síróp.

Svo þeytti ég eggin og sírópið vel saman …

… og hellti svo innihaldinu úr einni dós af hreinni jógúrt (180 ml) saman við og hrærði, og síðan blandaði ég hindberjamaukinu saman við. Blandan verður bleik en ef maður vill hafa hana hárauða má hræra nokkrum dropum af matarlit saman við.

Ég hellti blöndunni svo í ísvélina og lét hana ganga í 15-20 mínútur …

… eða þangað til ísinn var orðinn þykkur. Það hefði alveg verið hægt að bera hann fram svona en ég setti hann í box og stakk honum í frysti í einhverja klukkutíma.

Og svo fékk ég mér ís, bæði eintóman hindberjaís …

 

… og með basilíkuísnum. Skreytti með nokkrum litlum basilíkublöðum.

Bara bæði betra.

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s