Súpan sem varð eiginlega eitthvað annað

Eins og ég sagði í síðustu færslu ætlaði ég að gera súpu en svo breyttist veðrið og ég var ekki lengur í jafnmiklu súpuskapi svo að súpan þykknaði dálítið og varð hálfgerð kássa. Eða núðluréttur eða whatever. Ég var ekki alveg viss sjálf svo þegar ég fór að borða setti ég bæði skeið og prjóna með – og notaði reyndar hvorttveggja.

Allavega, ég byrjaði á að búa til hnetusmjör eins og ég lýsti en það er auðvitað alveg hægt að kaupa það úti í búð. Bara eftir behag og þeli hverju sinni.

 

Ég byrjaði á því að skera eina kjúklingabringu niður í munnbitastærð. Svo hitaði ég eina matskeið af olíu í þykkbotna potti og snöggbrúnaði kjúklingabitana við góðan hita.

Svo tók ég svona 15 cm bút af blaðlauk (grænu blöðin) og saxaði þau. Saxaði tvo hvítlauksgeira og hálft rautt chilialdin smátt, setti þetta allt í pottinn og lét krauma í 2-3 mínútur en hellti þá 1/2 l af vatni út í og bætti við svona teskeið af grænmetiskrafti, einni og hálfri teskeið af sojasósu og ögn af pipar.

Og svo setti ég vænan skammt af heimagerðu hnetusmjöri út í – líklega svona 80 grömm. Hrærði því saman við og lét þetta malla í svona fimm mínútur. Á meðan hitaði ég saltvatn í öðrum potti til að sjóða núðlur.

 

Um leið og ég setti núðlurnar (eggjanúðlur, sirka 80 grömm) í pottinn (suðutími 4 mínútur) hellti ég svo úr lítilli dós af kókosmjólk út í súpupottinn og lét malla á meðan núðlurnar suðu. Smakkaði súpuna og bætti við ögn af pipar.

Ég átti til lúkufylli af spínati og endaði á að saxa það niður og henda út í, þegar svona mínúta var eftir af suðutímanum.

Ég hellti svo súpunni/kássunni í skál, hellti núðlunum í sigti og lét renna af þeim og setti þær út í. Ef ég hefði átt kóríanderlauf hefði ég kannski sett svolítið af því yfir en í staðinn skar ég niður smávegis vorlauk og stráði yfir.

Ég borðaði núðlurnar og kjúklinginn með prjónum. Núðlurnar sugu í sig svo mikið af súpunni/sósunni að það var ekki mikið eftir í skálinni til að borða með skeið … Þetta var alveg ágætt. Hvort sem það var nú súpa eða eitthvað annað.

One comment

  1. Þessi verður gerður í kvöld – veðrið kallar á svona „kósý“ mat 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s