Clafoutis til heiðurs Juliu

10 athugasemdir við “Clafoutis til heiðurs Juliu”

 1. Hvar færðu þennan vanilluessens hér á landi?

  Við lifðum annars (meira og minna) á kirsuberjum úti í París og ég fór nærri því að gráta þegar ég sá verðið á þeim miðað við hér heima. Sá svo sirka 12-15 ber í bakka í Bónus þegar ég kom heim og þau kostuðu ríflega fimmhundruðkall. Þá fór ég næstum því aftur að gráta.

 2. Mjög girnilegt, þarf að prófa þetta við tækifæri….hefurðu prófað þetta með öðrum ávaxtategundum??

 3. Mig minnir að það hafi verið hægt að fá þennan vanilluessens í einhverri heildsölu hér, er þó ekki viss því ég birgi mig alltaf vel upp þegar ég fer til London. Keypti einmitt fjórar flöskur í Waitroses í síðasta mánuði, það ætti að duga fram á vor.

  – Já, ég hef gert þetta t.d. með plómum, jarðarberjum og nektarínum, það var ekki síðra, sérstaklega þóttu mér nektarínurnar góðar.

 4. Þetta lítur vel út. Veistu hvort að það sé mögulegt að frysta þetta og hita svo aftur upp? Ég ætla að prófa þetta með íslenskum bláberjum 🙂

 5. Ég hef ekki prófað að frysta þetta en held að það sé ekki ráðlegt, svona eggjamassa hættir við að springa mikið og skilja sig þegar hann þiðnar. Hins vegar er vel hægt að frysta ber og ávexti og nota í réttinn – þá gæti e.t.v. verið gott að láta berin bara hálfþiðna áður en þau eru sett út í og baka þá e.t.v. aðeins lengur. – Ef notaðir eru safaríkir ávextir eða ber gæti verið ráðlegt að nota aðeins meira hveti í deigið en hér er gert til að vega upp á móti safanum sem lekur úr berjunum út í deigið þegar það hitnar.

 6. Var með þetta í eftirrétt í matarboði núna áðan. Fékk ekki kirsuber en notaði jarðarber og brómber í staðinn. Vakti mikla lukku og allir mjög hrifnir. Takk fyrir uppskriftina 🙂

 7. Gaman að heyra. Já, það er í rauninni hægt að nota flesta ávexti og ber og jarðarber eru einmitt fín og brómber örugglega líka.

  Harða ávexti eins og epli held ég að væri þó gott að forelda aðeins, annaðhvort sjóða smástund í sykurvatni eða steikja í smjöri á pönnu þar til þau eru rétt byrjuð að mýkjast.

 8. Ég gerði þessa í gær og notaði rauð stikkilsber, þau voru frekar súr en áferðin var skemmtileg. Ég notaði líklega aðeins minni sykur en þú talar um

 9. Já, það þarf slatta af sykri til að vega upp á móti sýrunni í stikilsberjunum. – Ég hef aldrei gert clafoutis með stikilsberjum eingöngu en man að ég notaði einhverntíma stikilsber og rabarbara, sem er náttúrlega enn súrari. Minnir hálfpartinn að ég hafi þá látið berin og rabarbarann liggja í sykri nokkra stund áður en ég setti það út í.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s