Vínirbrauð handa Nönnu

Ég er ekki í miklu eldamennskustuði í dag, er að taka til í nokkrum eldhússkápum og hef fundið hluti sem ég mundi ekkert að ég ætti – og svo er til afgangur af steik og kartöflum frá í gær svo ég þarf ekki að hugsa um kvöldmatinn, nema ég er að velta fyrir mér hvort ég á að hafa heitt eða kalt salat – en mig langaði samt í eitthvað með kaffinu svo ég bakaði mér pekanhnetuvínarbrauð (eða vínirbrauð, eins og við segjum í minni fjölskyldu). Mér þykja þau ansi góð en verð svo oft fyrir vonbrigðum með þau sem ég kaupi í búðum og bakaríum. Er þetta ekki hvort eð er eiginlega allt innflutt frosið og svo bara bakað?

Image

Segi ég en notaði reyndar frosið innflutt smjördeig. Ég kann að gera smjördeig en nenni því aldrei. Ég átti fjórar plötur í frysti og ég tók þær út svona hálftíma áður en ég ætlaði að baka, setti þær á hveitistráð borð og stráði smávegis hveiti yfir. Þær eru enga stund að þiðna. Svo hitaði ég ofninn í 210°C.

Image

Á meðan setti ég 60 g af púðursykri, 50 g af smjöri og 1 msk af rjóma (má vera mjólk ef ekki er til rjómi) í lítinn pott, hitaði og hrærði þar til sykurinn og smjörið var bráðið.

Image

Ég lét karamelluna sjóða við fremur vægan hita í 2-3 mínútur, þangað til hún var orðin svona. Þá tók ég pottinn af hitanum og lét kólna aðeins.

Image

Svo flatti ég deigplöturnar út, en bara á breiddina, þar til þær voru orðnar næstum ferkantaðar en þó ekki alveg. Setti nokkrar pekanhnetur (magnið fer eftir því hvað maður er mikið fyrir pekanhnetur og hvað maður tímir að nota margar, þær eru ekkert ódýrar) á miðjuna á hverri plötu og braut aðeins upp á endana til að karamellan rynni ekki út af, sjá næstu mynd.

Image

Svo hellti ég karamellunni jafnt yfir hneturnar …

Image

… og braut deigið yfir. Kleip brúnirnar dálítið saman og alveg sérstaklega endana.Image

Setti vínarbrauðin á pappírsklædda bökunarplötu, penslaði þau með slegnu eggi og skar tvo skáskurði ofan í hvert þeirra. Svo bakaði ég þau í miðjum ofni í 16 mínútur – eða líklega einni eða tveimur mínútum lengur.

Image

Allavega þangaðtil þau voru orðin svona.

Image

Ég held ég þurfi ekkert annað nammi þessa helgina …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s