Sumar og sól og salat

Það er víst útlit fyrir sumar og sól eitthvað áfram og þótt ég ætti hakk afgangs síðan í gær ákvað ég að geyma það til morguns (nema ég setji það í frysti á eftir) og nota tækifærið og gera mér verulega sumarlegt og litskrúðugt salat úr ýmsu sem ég átti í skápnum.

Ég átti vel þroskað mangó og bita af vatnsmelónu, sem ég flysjaði og skar í bita.

Svo var til eitt bréf af hamborgarhrygg í sneiðum, sem ég reif niður. Ég hefði reyndar frekar viljað hafa einhverja góða skinku en hún var semsagt ekki til. – Þegar ég nota kjötálegg í svona salöt finnst mér yfirleitt koma betur út að rífa það niður en skera það í strimla eða bita.

Svo blandaði ég melónu, mangói og kjöti saman við væna lúku af klettasalati. Setti sirka 2 tsk af sítrónusafa, 1 1/2 msk af ólífuolíu og ögn af pipar í hristiglas, hristi saman og dreypti jafnt yfir salati. Svo tók ég 40-50 gramma bita af fetaosti og muldi jafnt yfir.

Image

Ég endaði á að strá nokkrum grófmuldum pekanhnetum yfir, ásamt nokkrum þurrkuðum trönuberjum – en það var nú bara af því að ég átti þau til.

Svo bara gott brauð með þessu. Og kalt hvítvínsglas ef ég hefði átt það, sem ég gerði ekki, vegna þess að ég rykkti ísskápshurðinni upp í morgun með svo miklum brussugangi að hvítvínsflaska sem ég átti þar flaug oná gólf og brotnaði …

En þetta rann alveg niður fyrir því.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s