Nutellamúffur: Þrjú hráefni (plús lyftiduft)

Við Úlfur dóttursonur minn fórum í leiðangur í dag til að  leita að einhverju sem ég gæti gefið honum í tólf ára afmælisgjöf. Eftir að hafa skoðað nokkra tölvuleiki sem áttu það sameiginlegt að vera bannaðir innan 18 (drengurinn reyndi að halda þumalputtanum yfir merkingunni svo amman sæi hana ekki en það virkaði ekki) urðum við sammála um að ég gæfi honum bara peninga í tölvukaupasjóðinn hans. Hann gerði að vísu heiðarlega tilraun til að sannfæra mig um að það væri langeinfaldast og best að ég keypti bara tölvu handa honum. Virkaði ekki heldur.

En allavega, hann kom svo í kvöldmat til mín og við bökuðum okkur Nutellamúffur í eftirmat. Og þótt ég sé þegar búin að setja inn uppskrift í dag kemur Nutellauppskriftin hér líka því hún er mjög einföld, bara fjögur hráefni. Gjörsvovel, Nutellamúffurnar okkar Úlfs.

IMG_6980

Við byrjuðum á að hita ofninn í 180°C og mældum svo 250 ml af Nutella. Sem ég held að sé nokkurn veginn 300 grömm.

IMG_6982

Settum þetta í matvinnsluvélina (eða hrærivél) ásamt tveimur eggjum og þeyttum vel saman. – Eggin sem ég notaði voru nokkuð stór, ef deigið virðist of þykkt má bæta einni rauðu eða jafnvel heilu litlu eggi við.

IMG_6985

Bættum við 150 g af hveiti og 1 tsk af lyftidufti. Hrærðum þetta saman við (notuðum púlshnappinn á vélinni).

IMG_6990

Skiptum þessu á 10 múffuform (þetta verða frekar litlar múffur). Ég notaði sílikonform en það getur vel verið að pappírsform dugi, múffurnar virtust frekar lausar í sílikonformunum. Þó ekki viss.

IMG_7000

Bakaðar á næstneðstu rim i – ja, við bökuðum þær í 17 mínútur en það var kannski aðeins of lengi, þær eru það litlar, hugsa að 15 hefðu dugað.

IMG_7071

Alveg ágætis múffur bara. Eða það fannst okkur Úlfi.

IMG_7062

Fjögur hráefni semsagt. Ef lyftiduftið er talið með. Gerist ekki einfaldara.

Smáöppdeit: Ég var að baka tvöfaldan skammt fyrir afmæli dóttursonarins. Núna var ég með egg af venjulegri stærð og notaði 2 1/2 egg í hvorn skammt og bakaði múffurnar í 15 mínútur. Þær urðu alveg perfekt.

 

Nutellamúffur

250 ml Nutella

2 egg (stór)

150 g hveiti

1 tsk lyftiduft

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s