Mm, ís …

Bara að prófa …

Egg og sykur. Fjögur egg, svona 150 g sykur. Mældi það ekki mjög nákvæmlega.

Svo er bara að byrja að þeyta. Ef ég væri að þeyta í köku mundi ég sennilega vilja hafa eggin við stofuhita en þarna finnst mér best að hafa þau köld.

Fyrst fer blandan að freyða.

Og svo er þeytt áfram þar til blandan þykknar.

Ein teskeið af vanilluessens sett út í og þeytt saman við.

Og svo er rjóminn (250 ml) stífþeyttur og blandað saman við með sleikju.

Ef einhver heldur að það sé einfalt mál að hella ísblöndu í vél sem er í gangi og taka mynd um leið, þá er það rangt. Vélin er svo látin ganga þar til ísblandan er þykk, 20-30 mínútur.

Var ég búin að segja að þetta er karamelluís? Jæja, þetta er karamelluís. Þess vegna set ég svona þrjár eða fjórar matskeiðar af karamellusósu út í rétt áður en ég slekk á ísvélinni því ég vil ekki að sósan blandist alveg jafnt saman við, hún á að mynda tauma eða flekki í ísnum.

Svo fer ísinn í form (mjög þægilegt að nota sílikonform en ef það er ekki gert er upplagt að klæða formið innan með plastfilmu svo auðveldara sé að ná ísnum úr). Hann þarf 1-2 klukkutíma í frystinum til að harðfrjósa.

Svolítil karamellusósa ofan á og afgangurinn með. Ég notaði sömu sósuna og  ég setti í ísinn en hitaði hana og þynnti aðeins með rjóma.

Hmm, gleymdi ég að tala um sósuna? Ok, það eru svona 150 g ljós muscovado-sykur (gæti líka verið ljós púðursykur eða hvítur sykur en ég átti harðan muscovado sem ekki var hægt að nota í annað hvort eð var), 100 g smjör (sirka, mældi það ekki), 100 ml rjómi, sett í pott og soðið saman þar til karamellan fer að þykkna. Tekið af hitanum og svona hálfri teskeið af vanilluessens hrært saman við. Sósan látin kólna áður en hún er sett út í ísinn. Hún geymist ágætlega í krukku í ísskápnum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s