Margbrotin örlög týnda kjötsins

Ég átti eftir að segja frá týnda kjötinu. Sem var reyndar ekki týnt mjög lengi. Þetta var hlussustór reyktur svínabógur, 4,8 kíló minnir mig, sem var í sunnudagsmatinn fyrir nokkru. Í fjölskyldunni eru sjö manns að meðtalinni ættmóðurinni, sumir allmiklir matmenn og -konur, en það var samt hellingsafgangur sem ég sat ein að. Eitthvað þurfti … Halda áfram að lesa: Margbrotin örlög týnda kjötsins

Hvítasunnuöndin

Ég keypti bara tvær andabringur á föstudaginn því ég var viss um að ég ætti nokkrar í frystinum. Sem reyndist svo alrangt, en ég átti heila önd svo að ég ákvað að hafa hvorttveggja. Þíddi öndina, þerraði hana og kryddaði utan og innan með pipar og salti. Troðfyllti hana með brytjuðum eplum, þurrkuðum apríkósum og … Halda áfram að lesa: Hvítasunnuöndin

Mm, ís …

Bara að prófa … Egg og sykur. Fjögur egg, svona 150 g sykur. Mældi það ekki mjög nákvæmlega. Svo er bara að byrja að þeyta. Ef ég væri að þeyta í köku mundi ég sennilega vilja hafa eggin við stofuhita en þarna finnst mér best að hafa þau köld. Fyrst fer blandan að freyða. Og … Halda áfram að lesa: Mm, ís …